Valgeir, Edda, Oksanen - a podcast by RÚV

from 2021-03-16T16:05

:: ::

Í Víðsjá í dag verður meðal annars farið í heimsókn til tónlistarmannsins Valgeirs Sigurðssonar sem sendi frá sér nýja plötu í síðustu viku. Platan heitir því viðeigandi nafni Kvika. Einnig verður rætt við Eddu Erlendsdóttur píanóleikara en hún heldur einleikstónleika í Norðurljósasal Hörpu á morgun. Á þessu ári eru 40 ár liðin síðan Edda hélt sína fyrstu tónleika, á Kjarvalsstöðum árið 1981, og á síðasta ári kom út geisladiskur þar sem Edda leikur þrjár sónötur sem Franz Schubert samdi árið 1817. Á tónleikunum á morgun leikur Edda meðal annars verk eftir Schubert, Edvard Grieg, og Olivier Messiaen. Og Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um skáldsöguna Hundagerðið eftir finnska rithöfundinn Sofi Oksanen en bókin kom út á síðasta ári í íslenskri þýðingu Erlu E. Völudóttur. Hundagerðið er fimmta bókin eftir Oksanen sem kemur út á íslensku, þriðja skáldsaga hennar Hreinsun kom út árið 2008 og hlaut höfundurinn Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2010 fyrir það verk sem kom út í íslenskri þýðingu Sigurðar Karlssonar það sama ár.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV