Undirniðri, Elena Ferrante, borgir og farsóttir og konur og kvikmyndir - a podcast by RÚV

from 2020-09-24T16:05

:: ::

Víðsjá heimsækir Norræna húsið í dag til að skoða sýninguna Undirniðri en þar eiga verk listamenn frá öllum Norðurlöndunum. Sýningunni er ætlað að endurspegla hvernig við öll tengjumst í flóknu rótarkerfi um leið og einstaklingurinn getur í auknum mæli einangrað sig bæði líkamlega og hugmyndafræðilega. Sýningarstjóri Undirniðri er Arnbjörg María Danielssen og hún segir hlustendum frá. Haldið verður áfram að stikla stóru í sögu borga á tímum farsótta. Fjallað verður um þorp andagiftar á hjara veraldar, þangað sem borgarbúar Katalóníu sóttu í heilsusamlega sumarmánuði og listamenn komu víða að í leit að örvandi félagsskap. Guðrún Elsa Bragadóttir heldur áfram að fjalla um stöðu kvenna í kvikmyndaiðnaðinum og loks segir Gauti Kristmannsson hlustendum skoðun sína á skáldsögunni Lygalíf fullorðinna eftir Elenu Ferrante. Umsjón: Guðni Tómasson

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV