Tommi og Jenni, Dyrnar, Sölumaður, kúrekar - a podcast by RÚV

from 2021-02-22T16:05

:: ::

Að gefnu tilefni verður í Víðsjá í dag rifjuð upp tilkoma einhvers frægasta kvikmyndadúós allra tíma, félaganna og erkióvinanna Tomma og Jenna. Farið verður í heimsókn til Guðrúnar Hannesdóttur rithöfundar sem tók við Íslensku þýðingaverðlaununum á Gljúfrasteini á laugardag, fyrir þýðingu sína á skáldsögunni Dyrnar eftir ungverska rithöfundinn Mögdu Szabó. Það var Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sem afhenti verðlaunin en alls voru sjö bækur tilnefndar að þessu sinni. Snæbjörn Brynjarsson leiklistargagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um leikritið Sölumaður deyr sem Borgarleikhúsið frumsýndi um helgina í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Og tónlistarhornið heyrandi nær verður á sínum stað í Víðsjá á mánudegi. Að þessu sinni tekur Arnljótur Sigurðsson tvö lög tvisvar fyrir, fer í kúrekaleik með Andy Warhol og fylgir hlustendum á slóðir frumbyggja Norður-Ameríku.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV