Tækniminjasafn, Gröndal, McCartney, endalok einsemdar - a podcast by RÚV

from 2021-04-20T16:05

:: ::

Í Víðsjá í dag verður meðal annars hugað að starfi við björgun minja úr Tækniminjasafni Seyðisfjarðar eftir að aurskriður féllu á Seyðisfjörð í desember, en í hádeginu í dag var haldinn hádegisfyrirlestur um það starf í Þjóðminjasafni Íslands. Þar töluðu Zuhaitz Akizu forstöðumaður Tækniminjasafnsins á Seyðisfirði og Ágústa Kristófersdóttir framkvæmdastjóri safneignar Þjóðminjasafnsins, en þau verða tekin tali í þætti dagsins. Einnig verður í Víðsjá í dag rætt við Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra að gefnu tilefni um Benedikt Gröndal Sveinbjörnsson, bókasöfnun og sitthvað fleira. Á föstudag kom út plata sem heitir McCartney III: Imagined, en hún hefur að geyma endurgerðir ýmissa tónlistarmanna á lögum af plötunni McCartney III sem Paul McCartney sendi frá sér skömmu fyrir jól á síðasta ári. Á meðal tónlistarmanna sem leggja í púkkið má nefna Beck, St. Vincent, Blood Orange, Damon Albarn, Ed O'Brien úr Radiohead, og 3D úr Massive Attack. Hlustendur heyra tóndæmi í Víðsjá í dag. Og Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um skáldsöguna Um endalok einsemdarinnar eftir svissnesk-þýska rithöfundinn Benedict Wells en sagan kom nýlega út í íslenskri þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV