Sunnefa, skógareinsemd, heyrandi nær - a podcast by RÚV

from 2021-03-01T16:05

:: ::

Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Þór Tulinius leikstjóra um leikverkið Sunnefu sem frumsýnt verður í Tjarnarbíói á fimmtudag. Að sýningunni stendur leikhópurinn Svipir en í henni er sögð saga Sunnefu Jónsdóttur sem var kornung í tvígang dæmd til dauða fyrir blóðskömm á fyrri hluta átjándu aldar. Einnig verður í þættinum í dag rætt við Odd Arnþór Jónsson söngvara og Guðrúnu Dalíu Salómonsdóttur píanóleikara um ljóðasöng og skógareinsemd, en þau halda tónleika í Salnum í Kópavogi annað kvöld. Og Arnljótur Sigurðsson verður á sínum stað í Víðsjá á mánudegi með tónlistarhornið Heyrandi nær. Arnljótur segir í dag söguna af því þegar barnabarn Transylvanísks baróns af Rotshcild ættinni auðugu varð ein helsta velgjörðamanneskja djasslistarinnar um miðja síðustu öld og var í kjölfarið tekin í dýrlingatölu í djassvatíkaninu.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV