Sund, i8 í Marshall-húsi, konur og náttúruvernd - a podcast by RÚV

from 2022-02-01T16:05

:: ::

Við höldum í Marshall húsið vestur á Granda en þar hafa nokkrar breytingar orðið. Við heimsækjum sýningarsal i8 og ræðum viðBörk Arnarson eiganda i8, en í þessu sýningarrými er nú komin upp sýning á verkum pólsku listakonunnar Aliciu Kwade, sem i8 á orðið langt og gott samstarf við. Dalrún Kaldakvísl sagnfræðingur heldur áfram að fjalla um konur og náttúruvernd. Í dag segir Dalrún okkur frá frelsi kvenna á heiðum og öræfum fyrr á tíð, út frá svipmyndum úr lífi tveggja kvenna sem bjuggu þar stóran hluta ævi sinnar. Í dag opnar sýningin SUND í Hönnunarsafni Íslands. Það má með sanni segja að sundlaugarmenning okkar sé einstök og að henni koma mörg svið hönnunar. Arkitektúr, grafísk hönnun, vöruhönnun, fatahönnun og upplifunarhönnun eru brot af þeirri menningu sem skapar sundið en laugarnar eru ekki síst ein stór samfélagshönnun. Á bak við sýninguna standa Brynhildur Pálsdóttir hönnuður og Valdimar Tr. Hafstein prófessor í þjóðfræði en við uppsetningu sýningarinnar er stuðst við rannsóknir hóps þjóðfræðinga við HÍ sem varpa skýru og skemmtilegu ljósi á sundmenningu okkar. Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV