Stórsveitir, In Media Res, Heyrandi nær, og Vilborg Dagbjartsdóttir - a podcast by RÚV

from 2021-09-20T16:05

:: ::

Í þætti dagsins hugum við að fönkaðri og kraftmikilli klúbbatónlist þýsk-rúmenska tónskáldsins, hljómsveitarstjórans og básúnuleikarans Peters Herbolzheimer. En nú á miðvikudaginn, þann 22. september stígur Stórsveit Reykjavíkur á stokk í Flóa í Hörpu undir stjórn Samúels Jóns Samúelssonar og leikur verk eftir þetta magnaða tónskáld. Samúel kíkir til okkar í hljóðstofu og segir frá kynnum sínum af Peter Herbolzheimer og komandi tónleikum. Við heimsækjum líka BERG Contemporary galleríið við Klapparstíg en þar var opnuð um helgina sýningin Upphafið er í miðjunni eða In media Res. Þar sýnir Hulda Stefánsdóttir listmálari verk sín en í hugmyndafræði sinni og leit og umfjöllun um málverkið sem miðil teyjir Hulda sig jafnt aftur í forneskju hellamálverkanna og inn í framtíð þessa heillandi listmiðils. Arnljótur Sigurðsson býður fram tónlistarhornið sitt góða Heyrandi nær og tekur að þessu sinni upp þráðinn frá því í síðustu. Við heyrum af vangaveltum og sögugrúski Arnljóts um um tengsl skákar og lista, með tilliti til samtíðarmannanna Sergeis Prokofievs og Marcels Duchamp. Og við minnumst Vilborgar Dagbjartsdóttur sem féll frá síðastliðinn fimmtudag. Við rifjum upp feril hennar og heyrum upplestur hennar á tveimur ljóðum í þætti dagsins. Umsjón: Guðni Tómasson og Tómas Ævar Ólafsson.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV