Sol Lewitt, Systa, Pachamama, Beach House - a podcast by RÚV

from 2020-02-13T17:05

:: ::

Efni Víðsjár í dag: Í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur verður opnuð í kvöld sýning á verkum bandaríska myndlistarmannsins Sol Lewitt, en hann er álitinn vera einn af hugmyndafræðingum bæði minimalisma í myndlist og hugmyndalistar, eins og þessir straumar myndlistarinnar þróuðust í Bandaríkjunum í kringum árið 1960. Undanfarnar vikur hefur stór alþjóðlegur hópur fólks unnið að uppsetningu á veggverkum Lewitts í safninu en verkin eru unnin samkvæmt forskrift listamannsins sem lést árið 2007. Víðsjá heimsótti hópinn fyrr í vikunni og ræddi við nokkra þeirra sem vinna að uppsetningu verkanna og við safnstjórann Ólöfu K. Sigurðardóttur. Björn Þór Vilhjálmsson bókmenntagagnrýnandi fjallar í dag um bókina Systu - Bernskunnar vegna - eftir Vigdísi Grímsdóttur sem kom út á síðasta ári. Og Hólmfríður Garðarsdóttir prófessor í spænsku við Háskóla Íslands horfir öðru sinni til vesturs og fjallar í dag um hugtakið „Pachamama“ og gullið góða, þar sem við sögu koma meðal annars umhverfi, indjánar og ungar stúlkur.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV