Söngfuglar, Santa Barbara, Emil í Kattholti, Muggur - a podcast by RÚV

from 2021-12-06T16:05

:: ::

Í Víðsjá í dag verður rætt við Jan Wisenberg, eiganda alþjóðlega kvikmyndafyrirtækisins Lorem Ipsum en hann hefur yfirumsjón með framleiðslu á lifandi skúlptúr Ragnars Kjartanssonar sem nú fer fram í GES-2 listamiðstöðinni í Moskvu. Auk þess eru þau Jerome og Bridget Dobson tekin tali en þau eru höfundar Santa Barbara sápuóperunnar og hafa síðustu dagana heimsótt Moskvu þar sem höfundarverk þeirra lifnar við í höndum Ragnars Kjartanssonar og Ásu Helgu Hjörleifsdóttur auk fjölmargra annarra listamanna. Og frá Moskvu höldum við til Kúbu, þar sem er til siðs að halda söngfugla í búrum. Hefð sem fluttist líklega þangað frá Kanaríeyjum, eins og listakonan Katrín Elvarsdóttir segir frá í samtali um sýninguna Söngfugla sem nú fer fram í Hafnarborg. Úr Hafnarfirðinum förum við á aðra sýningu í miðbæ Reykjavíkur. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir lagði leið sína í Listasafn Íslands, þar sem nú stendur yfir sýning um Mugg. Og Nína Hjálmarsdóttir fjallar um Emil í Kattholti, sýningu sem frumsýnd var í Borgarleikhúsinu um helgina.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV