Snertitaug, Það sem er, Blái drengurinn, börn í málverkum - a podcast by RÚV

from 2022-01-31T16:05

:: ::

Víðsjá lítur inn í D-sal Listasafns Reykjavíkur þar sem Ásgerður Birna Björnsdóttir opnaði nýverið sýninguna Snertitaug. Ásgerður Birna býr og starfar í HOllandi en hefur sterka tengingu við íslensku myndlistarsenuna, hefur tekið þátt í samsýningum og rekstri á sýningarrýmum, en þetta er hennar fyrsta einkasýning hér á landi. Á sýningunni er Ásgerður Birna að velta fyrir sér sambandi náttúru og tækni og notar til þess meðal annars sólarrafhlöður, kartöflur, valhnetur og rafmagnssnúrur. Eva Halldóra Guðmundsdóttir, nýr leikhúsrýnir Viðsjár, fjallar um Það sem er eftir Peter Asmussen í Tjarnarbíói, einleik í flutningi Maríu Ellingsen. Og við heyrum af málverki sem á sér ansi merkilega sögu, Blá drengnum, eftir breska málarann Thomas Gainsborough. Málverkið er nú komið heim til Bretlands í stutt stopp eftir hundrað ár í Kaliforníu þar sem blái drengurinn býr, en hann varð að merkilegu tákni í réttindabaráttu samkynhneigðra. En við byrjum þáttinn í dag á að láta hugann reika á heitari slóðir, og inn í hvíta villu sem hefur að geyma forvitnilegt safn málverka af börnum. Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV