Sleðahundar, rekaviður, Dyngja og erindi ljóða við samfélagið - a podcast by RÚV

from 2021-11-18T16:05

:: ::

-Hvað getur rekaviður sagt okkur um loftslagsbreytingar, sögu og menningu? Tveir þýskir listamenn velta meðal annars upp þessum spurningum og skoða rekavið frá ýmsum sjónarhornum sem hinn dæmigerði Íslendingur leiðir líklega sjaldnast hugann að. Við heyrum af sýningu um rekavið í listamiðstöðinni Nesi á Skagaströnd. -Gréta Sigríður Einarsdóttir, rýnir í Dyngju, nýjustu skáldsögur Sigrúnar Pálsdóttur. -Dagur Hjartarson veltir fyrir sér listþörfinni og erindi ljóða við samfélagið. Er hægt að bjarga heiminum með því að sitja á rassgatinu og yrkja ljóð? -Og í Víðsjá dagsins hugum við að hundum. Það var nefnilega ekki manneskja sem var fyrst á suðurpólinn heldur hundur. Hunden Bakom mannen eða Hundurinn bakvið manninn er nýtt sviðsverk sviðslistahópsins Losta þar sem notast er við sjónarhorn hundsins til að kafa ofan í áráttu mannsins að vilja drottna yfir náttúrunni. Verkið verður sett upp á hátíðinni Lokal í Tjarnabíói þann 26. Nóvembern næstkomandi. Í verkinu rekja þær Hallveig Eiríksdóttir og Selma Reynisdóttir ferðalag Roalds Amundsen á suðurpólinn frá sjónarhorni sleðahundanna sem drógu hann. Við kíkjum inn á æfingu til þeirra í þætti dagsins.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV