Skyggnar konur, bransavika og möguleikar og ómöguleikar tækninnar - a podcast by RÚV

from 2021-10-26T16:05

:: ::

Í Víðsjá dagsins verður fjallað um skyggnar konur á Íslandi á 20.öld, og þann heim sem þær sköpuðu sér með störfum sínum. við ræðum við Dalrúnu Eygerðardóttur sagnfræðing, en hún vill meina að það sé ekki sannleikurinn um frásagnir þeirra sem skipti máli heldur frásagnirnar sjálfar. Skyggnu konurnar hafi verið miklar listakonur, jafnvel sjení, sem miðluðu veröld sinni á expressjónískan hátt. Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN (Útflutningsmiðstöðvar íslenskrar tónlistar), verður gestur Víðsjár og ræðir bransaviku sem miðstöðin býður til í næstu viku. Snorri Rafn Hallsson, dagskrárgerðarmaður og textasmiður í Vínarborg, heldur áfram að velta fyrir sér möguleikum og ómöguleikum tækninnar í aðsendum pistli dagsins. Í þetta skiptið fjallar Snorri Rafn um hvernig gervigreind á það stundum til að snúast upp í gervivitleysu.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV