Skálholt, Uppáhellingarnir, Olía - a podcast by RÚV

from 2021-11-24T16:05

:: ::

Við höldum í Skálholt og fáum tilfinningu fyrir tímanum sem virðist sums staðar standa í stað og heyrum um atburði sem ýmsir myndu telja yfirnátturulega. Þorgerður Ása fór ofan í kjallara Skálholtskirkju með Herdísi Friðriksdóttur framkvæmdastjóra staðarins, þar sem við heyrum meðal annars af fornleifauppgreftri, leyndardómum og fornum eftirmælum. Uppáhellingarnir er frekar ung hljómsveit sem var að leggja lokahönd á hljómplötu með nýjum útsetningum af lögum Jónasar og Jóns Múla Árnasona. Uppáhellingarnir eru þeir Andri, Rögnvaldur og Steingrímur Karl úr Móses Hightower auk þeirra Sigríðar Thorlacius og Matthíasar Hemstock. Nýja hljómplatan kallast ?Tempó prímó ?Uppáhellingarnir syngja jónas og Jón Múla? . Andri sá um útsetningu laganna og kemur færandi hendi í Víðsjá dagsins með lag sem við frumflytjum í þætti dagsins. Og Gauti Kristmannsson fjallar um Olíu, sem er fyrsta skáldsaga höfundahópsins Svikaskálda sem áður hafa getið sér gott orð fyrir ljóðverk sín og margs konar bókmenntauppákomur.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV