Rilke, Misirlou, jólabazar - a podcast by RÚV

from 2020-12-07T16:05

:: ::

Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Benedikt Hjartarson bókmenntafræðing sem þýtt hefur skáldsöguna Minnisblöð Malte Laurids Brigge eftir Rainer Maria Rilke. Bókin kom fyrst út árið 1910 og var eina skáldsaga Rilkes, sem var eitt af fremstu ljóðskáldum Evrópu á 20. öld. Benedikt segir frá þessari merku bók og þessu merka skáldi í Víðsjá í dag en þýðing hans er komin út í Lærdómsritaröð Hins íslenska bókmenntafélags. Einnig verður farið í tónlistarferðalag með Arnljóti Sigurðssyni undir yfirskriftinni Heyrandi nær, í dag mun Arnljótur rýna í sögu lagsins víðfræga Misirlou, en saga þess nær eitthvað um hundrað ár aftur í tímann og margt forvitnilegt sem kemur upp úr dúrnum við söguskoðunina. Og farið verður í jólagjafaleiðangur í Marshallhúsið úti á Granda en Nýlistasafnið heldur nú í annað sinn bazar í aðdraganda jóla þar sem hægt er að finna myndlist eftir félaga safnsins Umsjón: Eiríkur Guðmundsson

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV