Priymaschenko, Myrkir músíkdagar, Harmljóð um hest, ráðskonur - a podcast by RÚV

from 2022-03-01T16:05

:: ::

Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar hefst í dag. Hátíðin, sem á sér langa sögu á að veita gott yfirlit yfir það helsta sem er á seyði í íslenskri samtímatónlist í dag. Síðustu ár hefur illa gengið að halda hátíðina, en henni hefur verið frestað í þrígang, það er því gleðilegt að í dag verður rætt við Ásmund Jónsson, listrænan stjórnanda hátíðarinnar. Í Svavarssafni á Höfn í Hornafirði sýnir Hlynur Pálmason ný ljósmyndaverk á sýningu sem hann kallar Harmljóð um hest. Hlynur hefur hlotið lof og viðurkenningar hérlendis og erlendis fyrir kvikmyndir sínar: Vetrarbræður og Hvítur, hvítur dagur. En Hlynur vinnur auk þess með ljósmyndun sem miðil til að skapa. Við hringjum í Svavarssafn í þætti dagsins og heyrum í Hlyni og sýningarstjóranum, Ástríði Magnúsdóttur Sagnfræðingurinn Dalrún Kaldakvísl heldur áfram að fjalla um konur fyrri alda. Og í dag fjallar hún um ráðskonur sem störfuðu utan heimila. Þar komu meðal annars við sögu selráðskonur, verbúðaráðskonur og vegavinnuráðskonur. En við byrjum þáttinn á fréttum frá Úkraínu. Í gær bárust okkur fregnir af alþýðulistasafni í Ivankiv, þorpi á milli Tjernobyl og höfuðborgarinnar, Kyiv. Rússneski herinn kveikti í safninu og meðal þess sem þar brann til kaldra kola var safn verka eftir Mariu Prymachenko, sem er ein dáðasta listakona Úkraínu. Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV