Ótrúlegt en satt, Samfélag skynjandi vera, Ég brotna 100% niður - a podcast by RÚV

from 2021-09-09T16:05

:: ::

Víðsjá hugar áfram að Bókmenntahátíð í Reykjavík í þætti dagsins. Rithöfundurinn Alexander Dan kemur í heimsókn en hann kemur fram á bókmenntahátíð á tveimur pallborðsumræðum. Fyrst núna í kvöld á viðburði sem nefnist Ótrúlegt en satt í Iðnó, en líka pallborðinu Sagnfræði, sálfræði, Sci-fi sem fram fer í Norræna húsinu klukkan 12 á föstudag. Skáldið Eydís Blöndal er að gefa út ljóðabókina Ég brotna 100% niður. Eydís hefur áður gefið út ljóðabækurnar Tíst og Bast og Án tillits við mikið lof. Við ræðum nýju ljóðabókina, hamfarahlýnun, móðurhlutverkið og innsta eðli manneskjunnar við Eydísi í þætti dagsins. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir kíkti á haustsýningu Hafnarborgar nú á dögunum sýninguna Samfélag skynjandi vera. En sú sýning er hugarfóstur sýningarstjóranna Wiolu Ujazdowsku og Huberts Gromny og er henni ætlað skapa vettvang þar sem margar raddir mætast og ólíkir möguleikar tjáningar og skynjunar eru skoðaðir. Ólöf Gerður segir okkur frá þessari forvitnilegu Hafnarfjarðarsýningu í þætti dagsins. Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Guðni Tómasson

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV