Nýló, ljósmyndir, smásögur, popúlismi - a podcast by RÚV

from 2021-01-14T16:05

:: ::

Í Víðsjá í dag verður meðal annars fjallað um Útskriftarsýningu Ljósmyndaskólans sem opnuð verður í Ljósmyndsafni Reykjavíkur um helgina. Þar sýna þrettán nemendur verk sín og takast á við ólík málefni út frá ólíkum forsendum, mismunandi nálgun, listrænni sýn og fagurfræði. Rætt verður við sýningarstjórann, Katrínu Elvarsdóttur, í Víðsjá í dag. Einnig verður farið í heimsókn í Nýlistasafnið í Marshall-húsinu og sýningin Veit efnið af andanum? skoðuð, en hún verður opnuð í safninu á laugardag. Þar eiga verk Ragnheiður Gestsdóttir, Sigrún Hrólfsdóttir og Sindri Leifsson. Gréta Sigríður Einarsdóttir fjallar um smásögur, kántrítónlist og ánægjuna sem felst í því að skipta um skoðun. Og Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur fjallar í Víðsjá á fimmtudögum um nýbyrjað ár, 2021, Kristrún spáir í strauma, stefnur, og hneigðir á hinum ýmsu sviðum mannlífsins. Í dag talar Kristrún um popúlisma, og spyr meðal annars hvaðan hann kom og hvernig fer hann með lýðræðið og þjóðfélögin. Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV