Nickel-strákarnir, Töfrafundur, Dyrnar, Haukur og Lilja - a podcast by RÚV

from 2021-04-27T16:05

:: ::

Í Víðsjá í dag verður hugað að sýningunni Haukur og Lilja, tveggja manna leikverki eftir Elísabetu Jökulsdóttur sem frumsýnt verður á fimmtudagskvöld í Ásmundarsal við Freyjugötu. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um skáldsöguna Dyrnar eftir ungverska rithöfundinn Mögdu Szabó sem kom út í íslenskri þýðingu Guðrúnar Hannesdóttur á síðasta ári. Guðrún hlaut íslensku þýðingaverðlaunin fyrir verkið fyrr á þessu ári. Einnig verður í Víðsjá í dag fjallað um skáldsöguna Nickel-strákarnir eftir bandaríska rithöfundinn Colson Whitehead en hún kemur út á næstu dögum í íslenskri þýðingu Árna Óskarssonar. Whitehead fékk Pulitzer-verðlaunin á síðasta ári fyrir þetta verk sem byggt er á sögu raunverulegs skóla sem var starfræktur í Florida í rúma öld og mótaði líf þúsunda barna. Og í sjónrýni-pistli dagsins fer Ólöf Gerður Sigfúsdóttir á sýningu spænsk-íslenska listamannatvíeykisins Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar ?Töfrafundur ? áratug síðar?, sem nú stendur yfir í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar. Sýningin fjallar um stjórnarskrármálið svokallaða, og hreyfir við áhorfandanum á afar áhrifaríkan hátt með því að færa flókin pólitísk álitamál yfir á hið listræna svið og út til almennings.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV