Músíkmolar, lýðræði í rómönsku Ameríku, hesturinn Þokki og Vatn - a podcast by RÚV

from 2020-05-14T16:05

:: ::

Í Víðsjá í dag heyra hlustendur meðal annars af nýrri sjónvarpsþáttaröð sem hefur göngu sína á RÚV á sunnudag og nefnist Músíkmolar. Þar munu Víkingur Heiðar Ólafsson og Halla Oddný Magnúsdóttir leiða áhorfendur í tali og tónum um töfraheima sígildrar tónlistar. Einnig verður fjallað verður um vatn, dásemdir þess og heilun en einnig um vandræði í Paradís þar sem væntanleg hljómplata kemur við sögu. Hermann Stefánsson rithöfundur skoðar í þættinum tvær kvikmyndir, brasilísku heimildamyndina Lýðræðið sundlar (The Edge of Democracy) og mexíkönsku kvikmyndina Hið fullkomna einræði (The Perfect Dictatorship) á Netflix. Hann veltir fyrir sér stjórnarfari í Rómönsku Ameríku fyrr og nú og samspili fjölmiðla og stjórnvalda. Og í Víðsjá í dag verður einnig rifjuð upp minning um hest sem uppi var fyrir ríflega 100 árum. Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV