Móttökur djasstónlistar, dauðinn í Njálu, tónlist frá Asíu - a podcast by RÚV

from 2021-05-17T16:05

:: ::

Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Ólaf Rastrick sagnfræðing um grein sem birt er eftir hann í alþjóðlega tímaritinu Cultural History um móttökur djasstónlistar annars vegar hér á landi og hins vegar í Ástralíu í upphafi þriðja áratugar 20. aldar. Einnig verður Í Víðsjá í dag rætt við Torfa H. Tulinius, prófessor í íslenskum miðaldafræðum við Háskóla Íslands, um grein sem birtist í nýjasta hefti Ritsins, tímariti Hugvísindastofnunar, greinin nefnist ,,Til móts við dauðann í Brennu-Njáls sögu" en í henni nálgast Torfi verkið með hugtökum sálgreiningarinnar, meðal annars út frá hugmyndum Sigmunds Freud um dauðahvötina. Og tónlistarhornið Heyrandi nær verður á sínum stað í Víðsjá á mánudegi. Að þessu sinni fer Arnljótur Sigurðsson með hlustendur í ferðalag til Asíu, viðkomustaðir verða Japan, Suður-Kórea og Malasía.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV