Matthías Jochumsson, Fritz Hendrik, Berhöfða líf - a podcast by RÚV

from 2020-11-18T16:05

:: ::

Í Víðsjá í dag er meðal annars rætt við Þórunni Jörlu Valdimarsdóttur rithöfund og sagnfræðing um Matthías Jochumsson en í dag eru 100 ár liðin frá andláti skáldsins. Þórunn ritaði ævisögu Matthíasar, Upp á Sigurhæðir, sem kom út árið 2006, og hlaut mikið lof. Loftslagsáhyggjur, farsóttartímar, vonbrigði og hlutverkaleikir er meðal þess sem myndlistarmaðurinn Fritz Hendrik fjallar um í Kjarnhita, sýningu sem opnaði í Harbinger um liðna helgi. Rætt er við Fritz Hendrik í þætti dagsins framan við gluggann í Harbinger en sýningin er gluggasýning sökum veirunnar. Og Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi rýnir í bókina Berhöfða líf sem hefur að geyma úrval ljóða eftir bandaríska skáldið Emily Dickinson í íslenskri þýðingu Magnúsar Sigurðssonar.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV