María Huld, Finnbogi, Gunnar, Kristín Marja - a podcast by RÚV

from 2020-12-22T16:05

:: ::

Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur úr hljómsveitinni Amiinu um jólalagaútgáfu og nýja útgáfuröð sem kennd er við háaloft. Einnig verður rætt við tónlistarmanninn Gunnar Þórðarson um plötuna Í hátíðarskapi sem kom út fyrir nákvæmlega fjörutíu árum og er einhver vinsælasta jólaplata íslenskrar tónlistarsögu. Lög af henni hljóma oft í aðdraganda jóla og margir hafa á henni miklar mætur. Finnbogi Pétursson hefur alla tíð verið heillaður af ljóðrænni veröld hljóðsins. Hann hefur myndgert hljóð og sett fram í innsetningum sem dansa á mörkum tónlistar, sviðslistar og arkitektúrs, hvort sem það er í formi eðlisfræðilegra tilrauna í sýningarsölum, með skúlptúrum á hálendi Íslands eða með risastórri orgelpípu í Feneyjum. Þetta árið slæst Finnbogi í hóp þeirra listamanna sem hafa skapað verk til styrktar sumarbúðanna í Reykjadal, sem styrktarfélag lamaðra og fatlaða á og rekur. Kærleikskúlan þetta árið kallast ÞÖGN og kallast það verk á við verkin sem Finnbogi sýnir um þessar mundir í Neskirkju, eitt nýtt verk og tvö eldri verk. Rætt verður við Finnboga í Víðsjá í dag. Og Björn Þór Vilhjálmsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um skáldsöguna Götu mæðranna eftir Kristínu Marju Baldursdóttur.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV