Íslenskir gripir í Bretlandi, Spouge tónlist, sýning í Vín, Ég hleyp - a podcast by RÚV

from 2022-02-28T16:05

:: ::

Áhugi erlendra ferðamanna á Íslandi ágerðist mikið á 18. og 19. öld þegar leiðangrar komu til landsins, ekki síst frá Bretlandi, til þess að kanna sögu þess og náttúru. Dagbækur voru skrifaðar þar sem m.a. kemur fram að leiðangursmenn höfðu heim með sér gripi sem þeir keyptu af heimamönnum. Þó nokkuð magn íslenskra gripa var flutt úr landi á þessum tíma, sumir hafa ratað heim aftur en aðrir ekki. Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur, mun fjalla um íslenska gripi í söfnum í Bretlandi á fyrirlestri í ÞJóðminjasafninu á morgun, en hún hefur í mörg ár unnið aðverkefni sem hefur það markmið að hafa uppá, og skrá muni af íslenskum uppruna sem hafa lent á söfnum í Bretlandseyjum. Við ræðum við Guðrúnu í þætti dagsins. Við segjum ykkur líka frá uppruna og afdrifum svokallaðrar Spouge tónlistar frá Barbados. Þar var stofnað lýðveldi í fyrra, en eyjan er fyrrum nýlenda Breta og þar búa eitthvað um 300 þúsund manns á 440 ferkílómetrum. Við segjum frá tónlistarmanninum Jacky Opel í þættinum. Við heyrum í ungum listamanni sem býr og sýnir um þessar mundir í Austurríki. Hallgrímur Árnason lærði upphaflega vöruhönnun en í útgöngubanninnu sem reið yfir Evrópu fór hann að fikra sig áfram í tvívíðri abstraktlist með góðum árangri og er þetta hans fyrsta myndlistarsýning. Og við heyrum hvað öðrum af tveimur leiklistarrýnum okkar hér í Víðsjá, Evu Halldóru Guðmundsdóttur, fannst um verkið Ég hleyp, sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu um liðna helgi. Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV