Í svartnættinu miðju skín ljós, Jóladagatal, Menningarhús Norðurlands - a podcast by RÚV

from 2021-12-08T16:05

:: ::

Við kynnum okkur nýja ljóðabók í dag, Í svartnættinu miðju skín ljós - Ljóðaviðtöl, eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttur. Eyrún Ósk hefur gefið út alls 14 ljóðabækur, auk barna og ungmennabóka, og hún vann bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2016 fyrir ljóðabók sína Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa. Nýju bókina byggir hún upp á ljóðum sem eru afsprengi viðtala við ólíkt fólk sem eiga það öll sameiginlegt að eiga sér margbrotnar sögur. Á heimasíðu Borgarbókasafnsins er nú að finna skemmtilegt jóladagatal þar sem á hverjum degi fram að jólum er hægt að lesa eða hlusta á brot úr sögu eftir Heiðu Vigdísi Sigfúsdóttur. Stúlkan sem skemmdi (næstum því) jólin heitir jóladagatalið en í því koma ýmsar kunnuglegar persónur við sögu. Heiðurinn af myndaþættinum á Joav Gomez Valdez sem fæddur er og uppalinn í Mexíkóborg en hefur verið búsettur í Reykjavík síðan 2019. Og við höldum norður til Akureyrar, þar sem Guðni heldur áfram að rölta á milli menningarstofnana. Að þessu fylgjum við honum inn í Hof, menningarhús Norðlendinga, þar sem Guðni ræddi við Þorvald Bjarna Þorvaldsson, tónlistarmann og tónlistarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV