Hagi, ritþing um Braga, Vinsamlegast bíðið og litir miðalda - a podcast by RÚV

from 2021-08-31T16:05

:: ::

Víðsjá 31. ágúst 2021 Þorgrímur Jónsson bassaleikari er einn þeirra tónlistarmanna sem sendir frá sér nýja plötu þessa dagana, í tengslum við djasshátíð í Reykjavík sem nú stendur yfir. Þetta er önnur platan sem Þorgrímur sendir frá sér í eigin nafni með hjálp góðra manna, hún heitir Hagi og er innblásin af Vestfjörðum. Við hugum líka að ritþingi Gerðubergs sem fram fer á laugardaginn en það er stefnumót við Braga Ólafsson rithöfund og ber titilinn ?Á horni Bayswater Road og Lækjargötu?. Stjórnandi þingsins er Guðrún Lára Pétursdóttir og spyrlar eru Kristín Svava Tómasdóttir og Einar Falur Ingólfsson. Við heyrum í Kristínu Svövu og heyrum jafnframt brot úr óbirtu viðtali við Braga sem verður á dagskrá Rásar 1 í september í þáttaröðinni Börn tímans. Við kíkjum líka niður í miðbæ í galleríið Mutt, laugavegi 48, og ræðum við myndlistarmennina Kristínu Karólínu Helgadóttur og Kristínu Helgu Ríkarðsdóttur um sýningu þeirra í rýminu sem kallast Vinsamlegast bíðið. Á sýningunni er sýningarrýminu breytt í biðstofu og á veggjunum hanga ljósmyndir og eitt vídjóderk sem laga sig að fagurfræði biðstofunar og fjalla jafnframt um biðina. Og við sláum á þráðinn vestur í Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, sértaklega til að spyrja út í liti miðalda. Víðsjá í umsjón: Guðna Tómassonar og Tómasar Ævars Ólafssonar kl. 16:05 á Rás 1.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV