Gangverk, Stol, safnamál, ótímabær vorkoma - a podcast by RÚV

from 2021-02-23T16:05

:: ::

Víðsjá heimsækir í dag forritunarfyrirtækið Gangverk og forvitnast um vinnu þess fyrir alþjóðlega uppboðshúsið Southeby's, en rætt verður við Atla Þorbjörnsson um þá vinnu. Sagt var frá því í Víðsjá í síðustu viku hvernig stærstu söfn evrópu gera nú upp blóði drifna nýlendufortíð sína. Hollendingar hafa stigið róttækt skref í átt að endurheimt menningarminja fyrrum nýlenda og söfn um alla álfu taka skref í átt að breyttum tímum. Það er ekki lítið í húfi, enda má sjá sjálfsmynd þjóða speglast í þessum stofnunum. Halla Harðdóttir ræðir í þættinum í dag við Guðrúnu Dröfn Whitehead, lektor í safnafræði við Háskóla Íslands, þar verður kafað betur í þetta mál, og meðal annars spurt hvort þetta skipti okkur einhverju máli, hér á Íslandi. Víðsjá í dag hugar einnig að mögulega ótímabærri vorkomu í Reykjavík, fuglasöng í febrúar. Og Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um splúnkunýja íslenska skáldsögu, Stol, eftir Björn Halldórsson, bók sem fjallar um dauðann, tímann, og lífið; viðleitnina til að halda í minningarnar og nýta tíma sem er á þrotum. Stol er fyrsta skáldsaga Björns, en hann hefur áður gefið út smásagnasafnið Smáglæpi.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV