Fríða og Dýrið, konur og náttúran og Myndlist á Mokka. - a podcast by RÚV

from 2022-01-18T16:05

:: ::

Rætt við Sigurborgu Stefánsdóttur myndlistarkonu en hún heldur úti sýningunni 'Hjáleiðir' á því góða og gamalgróna kaffihúsi Mokka á Skólavörðustíg. Út er komin frá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur ritið Fríða og Dýrið - franskar sögur og ævintýuri fyrri alda. Safnið, þýtt af Ásdísi Rósu Magnúsdóttur, hefur að geyma stuttar sögur sem gefa góða mynd af smásögum og ævintýrum Frakklands frá síðari hluta 12. aldar og fram á 18. öld. Við ræðum við Ásdísi í þættinum. Fyrir hálfum mánuði hóf sagnfræðingurinn Dalrún Kaldavísl að velta fyrir sér sambandi íslenskra kvenna fyrri alda við náttúruna. Í dag veltir hún upp áhugaverðum hliðum á sambandi íslenskra föru- og einsetu kvenna við blessuð dýrin í gamla bændasamfélaginu.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV