El Museo Canario, Bókin, Egils saga, símhringing - a podcast by RÚV

from 2021-01-06T16:05

:: ::

Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Kristínu Loftsdóttur mannfræðing um forvitnilegt brjóstmyndasafn El Museo Canario á Kanaríeyjum. Kristín ritar grein um safnið í nýútkomnu Riti, sem er rafrænt tímarit Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands. Farið verður í heimsókn í fornbókabúðina Bókina við Klapparstíg í Reykjavík og fræðst um það hvaða rit eru vinsælust á fornbókamarkaðnum í dag. Ný kvöldsaga hefst á Rás eitt á föstudag, Egils saga og það er Torfi Tulinius sem les. Torfi mun fylgja sögunni úr hlaði og ræða um hana í Víðsjá á næstu vikum. Í dag svarar hann spurningunni: Um hvað fjallar Egils saga? Og dularfull símhringing kemur einnig við sögu í Víðsjá í dag. Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV