Einar Már, Álabókin, peningar og menning, Oddný Eir - a podcast by RÚV

from 2020-11-12T16:05

:: ::

Í Víðsjá í dag er meðal annars rætt við Einar Má Guðmundsson rithöfund um fyrstu þrjár ljóðabækur hans sem komu út fyrir fjörutíu árum, Er nokkur í Kórónafötum hér inni? Sendisveinninn er einmana? og Róbinson Krúsó snýr aftur, en bækurnar eru nú komnar út í einu bindi. Einnig er rætt við Þórdísi Gísladóttur, skáld og þýðanda, um heimsins furðulegasta fisk, álinn. Álabókin eftir Patrik Svenson sló í gegn þegar hún kom út í Svíþjóð í fyrra, vann hin virtu August-verðlaun og kom nýverið út í þýðingu Þórdísar. Í bókinni fléttar höfundur sinni eigin sögu saman við sögu álsins, og fjallar um dularfulla náttúru hans og tengsl við menningu okkar mannanna. Gréta Sigríður Einarsdóttir fjallar um fjárframlög til menningarmála. Og Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur talar um skammdegissól.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV