Ein komst undan, Bærinn brennur, George Crumb, Listasafn Árnesinga - a podcast by RÚV

from 2022-02-07T16:05

:: ::

Í Listasafni Árnesinga í Hveragerði var opnuð stór sýning um liðna helgi, þar sem fjórir listamenn sýna í fjórum sölum hússins, þau Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, Magnús Helgason, Þórdís Helga Zoega og Lóa Hjálmtýsdóttir. Sýningar þessa fjögurra listamanna eru ólíkar, en eiga það þó sameiginlegt að fjalla á einhvern hátt um yfirborðið, sem er ekki alltaf það sem það sýnist. Sýningarnar eiga það líka sameiginlegt að vera litríkar og fullar af leikgleði. Við ræðum við listamenninga og Erin Honeycutt sýningarstjóra í þætti dagsins. Við fjöllum líka um bandaríska tónskáldið George Crumb sem var eitt þekktasta tónskáld Bandaríkjanna á síðari hluta 20. aldar. Crumb var frumkvöðull í því að stækka notkunarmöguleika hefðbundinna hljóðfæra og leit svo á að að lokum myndi öll tónlist veraldar renna saman í einn straum. George Crumb lést í hárri elli í gær, við segjum frá honum í þætti dagsins. Gréta Sigríður Einarsdóttir fjallar um Bærinn brennur, eftir Þórunni Jörlu Valdimarsdóttur og Eva Halldóra Guðmundsdóttir fjallar um leiksýninguna Ein komst undan, sem frumsýnd var í Borgarleikhúsinu um liðna helgi. Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV