Dostojevskí, Troika, Ivor Cutler - a podcast by RÚV

from 2021-05-10T16:05

:: ::

Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Árna Bergmann í tilefni af því að á þessu ári eru 200 ár liðin frá fæðingu rússneska rithöfundarins Fjodors Dostojevskís. Víðsjá heimsækir einnig Listasafn Árnesinga til að skoða og ræða sýninguna Troika, en þar sýna verk sín þessa dagana þeir Kristján Steingrímur, Pétur Magnússon og Tumi Magnússon. Kristján segir frá sýningunni í þætti dagsins. Og þessa vikuna er skrautlegi fjöllistamaðurinn Ivor Cutler í brennidepli í tónlistarhorninu Heyrandi nær, en Ivor var fæddur fyrir tæpri öld síðan í Glasgow og varð óvænt uppáhald bresku blómabarnanna og fangaði eyru þvert yfir kynslóðabilin.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV