Brek, arkitektúr í LHÍ og Sólhvörf - a podcast by RÚV

from 2020-09-09T16:05

:: ::

Víðsjá 9.9.2020 Þjóðlagasveitin Brek kemur í heimsókn í Víðsjá í dag og það liggur við að slegið verði upp hlöðuballi í hljóðveri. Brek leikur lög fyrir hlustendur og segir frá eigin starfi, en sveitin tekur núna þátt í verkefni sem heitir Global Music Match og ætlað er að tengja saman tónlistarmenn sem vinna á svipuðum nótum í veröldinni. Einnig verður í Víðsjá rætt við Hildigunni Sverrisdóttur nýskipaðan deildarforseta Arkitektúrdeildar við Listaháskóla Íslands. Hildigunnar bíða spennandi tímar með nemum skólans en jafnframt miklar áskoranir, á tímum þegar loftslagsbreytingar móta það hvernig við byggjum og búum. Bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni er furðusagan eða glæpafantasían Sólhvörf eftir Emil Hjörvar Petersen sem kom út hjá Bjarti árið 2017 og er önnur bókin í bókaflokki sem gerist jöfnum höndum í mannheimum og hulduheimum. Aðalpersónurnar eru mæðgurnar Bergrún og Brá sem vegna yfirnáttúrulegra hæfileika sinna eru fengnar til að aðstoða við rannsókn glæpamáls sem teygir anga sína til hulduheima, nánar tiltekið til Grýlu gömlu og jólasveinanna sem hér hafa svoítið annað yfirbragð en í vinsælum jólakvæðum. Rætt verður við Emil Hjörvar í Víðsjá í dag. Umsjón: Guðni Tómasson

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV