Blóðuga kanínan, jazz, Hvíla sprungur - a podcast by RÚV

from 2022-02-09T16:05

:: ::

Fimbulvetur í samstarfi við Murmur frumsýna næstkomandi föstudag Blóðugu kanínuna, súrrealíska kómedíu eftir Elísabetu Jökulsdóttur. Verkið fjallar um áföll og afleiðingar þeirra, það er skrifað innan úr áfalli, af konu sem reynir að skilja sín eigin áföll og afleiðingar þeirra. Þetta er "ljóðrænn og kærleiksríkur bjartsýnistexti um viðbjóð", sagði Þóra Karítas Árnadóttir leikkona í morgun, þegar Víðsjá hitti þau Guðmund Inga Þorvaldsson í Tjarnarbíói. Í kvöld hefur djassklúbburinn Múlinn vordagskrá sína í Hörpu. Tónleikahald hjá þeim ágæta klúbbi fer fram í Flóa á jarðhæð tónlistarhússins okkar. Fyrstu tónleikar í kvöld eru tileinkaðir tveimur merkum tónlistarmönnum klarinettuleikaranum Benny Goodman og samverkamanni hans, gítarleikaranum Charlie Christian. Við heyrum í Hauki Gröndal klarinettuleikara í þætti dagsins. Og sviðslistarýnir þáttarins, Nína Hjálmarssdóttir, segir okkur skoðun sína á nýju íslensku dansverki. Hvíla sprungur eftir Ingu Maren Rúnarsdóttur, flutt í samstarfi við Íslenska dansflokkinn. Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV