Ástardrykkurinn, Tækni og framfarir, hönnun og framtíð og Kjarval - a podcast by RÚV

from 2021-10-05T16:05

:: ::

Í Víðsjá í dag verður rætt um hönnun, sjálfbærni, framtíðina, stjórnkerfið og langtímahugsun. Tilefnið er greinaflokkur sem finna má á heimasíðu Hönnunarmiðstöðvar og birtist í prentmiðlum fyrir kosningar. Gestir Víðsjár verða Kristján Örn Kjartansson arkitekt hjá Krads arkitektum og formaður miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs og Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni, en þau tóku bæði til máls í þessari umræðu á dögunum. Þann 14. október næstkomandi verður gamanóperan Ástardrykkurinn úr smiðju ítalska tónskáldsins Geatano Donizetti sett á svið í Þjóðleikhúskjallaranum af sviðslistahópnum Óði. En samkvæmt viðburðarlýsingu neitar sviðslistahópurinn Óður að geyma óperur í glerkössum og vilja þau miklu frekar taka þær upp, hrista af þeim rykið og leika sér að þeim, pota í óskrifaðar reglur, skemmta sér og öðrum. Við ræðum við þrjá meðlimi hópsins í þætti dagsins. Snæbjörn Brynjarsson leiklistargagnrýnandi segir skoðun sína á sýningunni Kjarval á litla sviði Borgarleikhússins sem er barnasýning sem fjallar um drenginn, manninn og listmálarann Kjarval. Og nýr pistlahöfundur, Snorri Rafn Hallsson tekur til máls en Snorri Rafn bendir á að stórsagan um tæknina segi til um að tæknin skapi manninum nýja möguleika, ný tækifæri, að tæknin sé hér fyrir okkur. Þó er raunin oft önnur þegar tæknin reisir nýja múra, flækir hlutina og er fyrir okkur. Í pistlaröðinni sinni ætlar Snorri að fjalla um sex lík og ólík fyrirbæri sem með einum eða öðrum hætti snerta á þessari klemmu og varpa skugga á stórsöguna. Umsjón Guðni Tómasson

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV