Arnar Guðjónsson, Ljósmyndahátíð, Listasafn Íslands, Hvað nú? - a podcast by RÚV

from 2020-02-12T17:05

:: ::

Efni Víðsjár í dag: Í febrúar árið 2016 sendi tónlistarmaðurinn Arnar Guðjónsson frá sér plötuna Grey Mist of Wuhan sem innblásin var af ferðalögum hans til borgarinnar Wuhan í Kína sem mikið hefur verið í fréttum að undanförnum vegna veirunnar sem við borgina hefur verið kennd. Arnar rifjar upp för sína til Wuhan og segir frá verkinu í Víðsjá í dag. Björn Þorsteinsson prófessor í heimspeki heldur áfram að bregðast við spurningunni: Hvað nú? Hann hefur líkt og fyrir viku sjálfan heimsendi í huga og fjallar í dag meðal annars um eftirlitskapítalisma en á síðasta ári kom út mikil bók eftir bandarísku fræðakonuna Soshönu Zuboff, sem nefnist Öld eftirlitskapítalismans og hefur að geyma afrakstur af gríðarmiklu rannsóknarstarfi sem Zuboff hefur innt af hendi síðustu áratugi. Sýningarhald í Listasafni Íslands verður kannað í Víðsjá í dag og Sunna Ástþórsdóttir flytur hlustendum pistil um sýningar sem tengjast nýafstaðinni Ljósmyndahátíð Íslands.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV