Andri Snær og Sigurbjörg Þrastar, Gangurinn og Helgi Þorgils og Herman - a podcast by RÚV

from 2020-05-28T16:05

:: ::

Í Víðsjá í dag verður meðal annars farið í heimsókn til Helga Þorgils Friðjónssonar myndlistarmanns en hann er að setja upp sýningu í Ganginum, heimagalleríi sínu sem á sér nú orðið 40 ára sögu. Á afmælissýningu sem hann opnar á morgun eiga verk fjölmargir þeirra erlendu listamanna sem hafa sýnt hjá Helga í gegnum tíðina. Rithöfundarnir Andri Snær Magnason og Sigurbjörg Þrastardóttir koma í heimsókn og ræða um sköpunarverk sín á tímum Kórónaveirunnar. Farið verður í stutta heimsókn til Parísar, að gefnu tilefni. Og Hermann Stefánsson rithöfundur hefur flutt pistla í Víðsjá á tímum kófs, hann lítur í dag um öxl og skoðar nýliðinn tíma. Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV