Álfheimar, Neind Thing , listin og loftslagið og Merking - a podcast by RÚV

from 2021-11-01T16:05

:: ::

Dans- og pönkverkið Neind Thing var frumsýnt á fimmtudaginn var í Tjarnarbíó. Verkið er eftir Ingu Huld Hákonardóttur, framið af 3 sviðslistakonum og einum trommara. Snæbjörn Brynjarsson fór á frumsýningu og deilir upplifun sinni með okkur hér á eftir. María Huld Markan Sigfúsdóttir tónskáld verður gestur Víðsjár í dag og segir hlustendum frá viðburðinum Are we ok? sem verður í Hörpu á fimmtudagskvöld en þar er í boði ferðalag um arkítektúr Hörpu í splunkunýju verki Maríu Huldar og bandaríska danshöfundarins Daniels Roberts. Og nú streyma auðvitað bækur til okkar hingað í Víðsjá. Ein þeirra er ljóðabókin Álfheimar eftir Brynjar Jóhannesson. Á bókakápu er ljósmyndaf götuskiltinu úr Álfheimum en inn í kápunni segir að höfundur sé skáld úr Laugardalnum. Duglegasti letingi sinnar kynslóðar sem skilur vel dyggðina að brosa vingjarnlega, gera sitt besta og leggja ekki of mikið á sig. Við tökum Brynjar tali í þætti dagsins. Og við heyrum hvað Gauti Kristmannsson hefur að segja um Merkingu, nýja skáldsögu Fríðu Ísberg.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV