Akam, ég og Annika, Skrápur, Skáldleg afbrotafræði, dansbann - a podcast by RÚV

from 2021-12-20T16:05

:: ::

Er hægt að gera þoku að heimili? Heldur þú að bylgjur farandsfólks hætti einn daginn? Hver er munurinn á lífi og tilvist? Hefur þú einhvertíman hugsað: ég verð aldrei flóttamaður? þetta eru meðal þeirra spurninga sem velt er upp á sýningunni Skráp sem nú stendur yfir í Listasafni Reykjanesbæjar. Sýningin fjallar um eitt mest aðkallandi mál samtímans; fólksflutninga og flóttamannastraum. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir kynnti sér hvernig listamennirnir tveir, Ráðhildur Ingadóttir og Igor Anti?, nálgast þetta aðkallandi málefni í list sinni. Ein af bókunum í jólaflóðinu þetta árið er ungmennabókin Akam, ég og Annika. Þessi fyrsta bók höfundar, Þórunnar Rakelar Gylfadóttur, hefur vakið mikla athygli og verið tilnefnd bæði til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barna og ungmennabóka og Fjöruverðlauna í sama flokki. Þetta er fyrsta bók höfundar en hún hefur u márabil starfað sem gagnfræðaskólakennari og þjálfari í frjálsum íþróttum. Heyrum af því hvernig þessi saga braust fram eins og hraunkvika inn í líf Þórunnar og líka af áhyggjum hennar af stöðu bókasafna, sem hún segir vera föst í fátæktarskömm. Guðni veltir fyrir sér dansbanni og Gréta Sigríður Einarsdóttir fjallar um Skáldlega afbrotafræði eftir Einar Má Guðmundsson

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV