Aion, Sigurður Guðmundsson og RVK-NYC - a podcast by RÚV

from 2021-10-20T16:05

:: ::

Sigurður Guðmundsson, myndlistarmaður, verður gestur Víðsjár í dag en á listahátðinni Sequences sem nú stendur yfir mun Sigurður koma aftur að fyrirlestri sínum um tímann sem hann flutti upphaflega árið 1969. Við ræðum við Sigurð um tímann. Víðsjá heimsækir líka Hörpu þar sem æfingar standa yfir á Aion eftir Önnu Þorvaldsdóttur og Ernu Ómarsdóttur en verkið verður frumflutt á Íslandi annað kvöld og er samstarfstarfsverkefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Gautaborgarhljómsveitarinnar og Íslenska dansflokksins. Og Tónlistarútgáfan TOW Records hefur um nokkurt skeið gefið út íslenska tónlist í Bandaríkjunum, þar á meðal efni hljómsveitanna Kimono og Milkywhale. Maðurinn bak við útgáfuna heitir Bryan Riebeek og er búsettur rétt fyrir utan Boston. Hann kemur hingað til lands að minnsta kosti einu sinni á ári, hefur sótt Iceland airwaves hátíðina á hverju ári frá 2008 og er einmitt staddur hér á landi núna. Hann kíkti hingað í Víðsjá ásamt Kristjönu Stefánsdóttur en það nýasta af nálini hjá TOW Records er fjögurra laga vínyl plötu sem nefnist RVK-NYC þar sem Svavar Knútur, Kristjana Stefáns og hin bandaríska Emily Hope Price leggja saman krafta sína. Rætt verður við þau Bryan Riebeek og Kristjönu Stefáns í Víðsjá í dag. Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV