Kafli IV - A New Hope - a podcast by RÚV

from 2019-11-15T10:00

:: ::

Þá er forleiknum lokið og hefst Geir nú handa við að fara yfir fjórða kaflann í Star Wars, A New Hope, sem er jafnframt allra fyrsta myndin. Þegar hún kom út árið 1977 hlaut hún alveg framúrskarandi viðtökur, sló öll sölumet og var tilnefnd til fjölmargra Óskarsverðlauna. Það er hér sem Logi Geimgengil, Hans Óla og Lilju bregður fyrir í fyrsta sinn þegar þau bjarga Vetrarbrautinni frá hinu illa Veldi. Því er af nógu að taka og rýnir Geir í þessa klassísku mynd með Berglindi Hrefnu Sigurþórsdóttur, tölvunarfræðinema og Starra Reynissyni, bóksala og stjórnmálafræðinema.

Further episodes of Hans Óli skaut fyrst

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV